Von Ráðgjöf - Lausnin Hlaðvarp
"Von Ráðgjöf - er podcast þar sem við hjónin miðlum persónulegri reynslu í bland við faglega af lífinu bæði í blíðu og stríðu vonandi meira í blíðu. Við nálgumst efnið sem sendiboðar sem boða von frekar en einhverskonar rannsóknarfræðimenn sem hafa grandskoðað öll akademísku ritin. Við störfum bæði i Lausninni fjölskyldu- og áfallamiðstöð. Baldur er menntaður Markþjálfi og fyrirtækja markþjálfi og Barbara er með b.ed., gráðu í grunnskólakennarafræðum og Fjölskyldufræðingur Ma-Diplómunám. Samanlagt eiga þau 7/8 börn eftir því hvernig talið er og 2 barnabörn. Útskýrum það nánar í þáttunum. Við vonum að þið hafið gott og gaman af því að hlusta.
Von Ráðgjöf - Lausnin Hlaðvarp
Gildi - Von
•
Von ráðgjöf - Lausnin hlaðvarp
•
Season 3
•
Episode 6
í þessum þætti förum við yfir Gildi Vonarinnar. Fjöllum um mikilvægi þess að eiga von, Vonina sem er vogaraflið milli þess mögulega og ómögulega.
Við leitumst líka við að svara spurningu sem kom inn frá einum hlustanda.
Eigið góða daga framundan.