Von Ráðgjöf - Lausnin Hlaðvarp
Von Ráðgjöf - Lausnin Hlaðvarp
Endurtökum litlu hlutina - Gottmann
“Áður en leiðir skilja og 6 sek kossinn”
Áður en leiðir skilja á morgnanna, verjið 2 mín í að spjalla við maka ykkar til að uppgötva allavega einn áhugaverðan viðburð sem mun eiga sér stað um daginn hjá honum/henni. Munið svo að kveðja hvert annað með kossi sem endist allavega í 6 sekúndur (þekktur sem 6 sek. kossinn). Þetta gerið þið svo alla virka daga.
“Aðdáun/ástúð og þakklæti/þakklátssemi”
Til að viðhalda innilegu parsambandi þurfum við að gera og tjá ákv. þætti/hluti.
Það er ekki nóg að hafa góðar, þekklátar hugsanir um makann, það er mjög mikilvægt að orða þær upphátt og láta hann/hana vita. Regluleg tjáning aðdáun og þakklæti gagnvart maka hjálpar okkur að byggja upp ástargrunn. Hér eru nokkrar aðferðir til þess:
· Deildu einhverju karaktereinkenni maka og ákv. atvik þar sem þetta karaktereinkenni kemur sterkt fram:
Dæmi: Ég dáist að því hvað þú ert (umhyggjusöm, nærgætin, góð, kröftug, blíð, ljúf og skilningsrík) sérstaklega áðan þegar þú varst að leika við barnið okkar.
· Gríptu maka þinn að því að gera eitthvað “rétt” og þakkaðu fyrir það
· Sendu tölvupóst/sms eða hringdu yfir daginn og láttu maka þinn vita að þú sért að hugsa til hans/hennar
· Stingdu skrifaðri ástarkveðju í bílinn/veskið hennar/hans
Heilsaðu maka þínum með kossi þegar þið hittist. Finnið svo tíma þar sem þið getið átt samræður sem losa um streitu í líkamanum
Árangur ykkar til að halda utan um streitu skiptir sköpum fyrir parsambandið. Rannsóknir hafa sýnt að pör sem hafa náð að halda utanaðkomandi streitu frá parsambandinu sínu eins og hægt er gátu viðhaldið jákvæðum breytingum í sambandinu til lengri tíma.